Úrslitahelgin í Köln til 2024

Sigurlið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, Montpellier frá Frakklandi, fagnar …
Sigurlið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, Montpellier frá Frakklandi, fagnar sigri síðasta sumar. AFP

Köln í Þýskalandi verður áfram gestgjafi úrslitahelgarinnar í Meistaradeild karla í handknattleik eins og verið hefur. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður og verður keppnin í Köln alla vega til ársins 2024. 

Höllin glæsilega Lanxess Arena er vettvangur leikjanna en þegar úrslitahelgin fer fram fara fram undanúrslitaleikirnir en einnig leikið um sæti. 

Í sumar verða síðustu leikir keppninnar 1. og 2. júní og er það í tíunda skiptið sem þeir eru spilaðir með þessu sniði. 

Síðast þegar úrslitaleikir keppninnar voru spilaðir heima og að heiman var sumarið 2009 og þá höfðu Ólafur Stefánsson og samherjar hans í Ciudad Real betur gegn Kiel 67:66. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert