Grétu þegar Neagu var borin af velli

Cristina Neagu að skora fyrir Rúmena í kvöld.
Cristina Neagu að skora fyrir Rúmena í kvöld. AFP

Óttast er að rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu hafi slitið krossband í hægra hné en hún var borin af velli þegar um 10 mínútur voru til leiksloka í viðureign Rúmena og Ungverja á Evrópumótinu í handknattleik í Frakklandi í kvöld.

Neagu hefur verið ein besta handknattleikskona heims mörg undanfarin ár en hún var búin að skora 9 mörk áður en hún varð fyrir meiðslunum. Neagu er markahæsti leikmaður í sögu Evrópumóta kvenna.

Liðsfélagar hennar og stuðningsmenn rúmenska liðsins á áhorfendapöllunum grétu þegar Neagu var borin af velli en hún var sárþjáð á sjúkrabörunum.

Negau sleit krossband í hægra hné árið 2013. 

Cristina Neagu á sjúkrabörunum.
Cristina Neagu á sjúkrabörunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert