Þróttur í átta liða úrslitin

Jón Hjálmarsson skoraði 11 mörk fyrir Þrótt í kvöld.
Jón Hjálmarsson skoraði 11 mörk fyrir Þrótt í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þróttur Reykjavík tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik.

Þróttur hafði betur á móti Mílunni 31:22 á Selfossi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16:11.

Aron Tjörvi Gunnlaugsson var markahæstur í liði Mílunnar með 8 mörk og þeir Rúnar Hjálmarsson og Trausti Eiríksson skoruðu 4 mörk hvor. Jón Hjálmarsson skoraði 11 mörk fyrir Þróttara og Guðni Guðmundsson skoraði 5.

Leik Gróttu og ÍBV var frestað og fer hann fram annað kvöld. Fimm aðrir leikir verða annað kvöld en það eru: Fram - Selfoss, Víkingur - FH, Haukar - Afturelding, ÍBV 2 - ÍR og Fjölnir -Valur 2.

mbl.is