Frakkar leika til úrslita á heimavelli

Leikmenn franska landsliðsins stígu sigurdans eftir að þeir komust í ...
Leikmenn franska landsliðsins stígu sigurdans eftir að þeir komust í úrslitaleik Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. AFP

Franska landsliðið í handknattleik, sem er ríkjandi heimsmeistari, leikur til úrslita á sunnudaginn á Evrópumóti kvenna í handknattleik í París. Frakkar unnu Hollendinga í undanúrslitum í kvöld með sex marka mun, 27:21, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. 

Frakkar mæta ólympíumeisturum Rússa í úrslitaleiknum. Hollendingar leika við Rúmena um bronsverðlaunin. 

Frakkar tóku völdin í leiknum í kvöld í síðari hálfleik eftir að hafa gert tilraunir til þess í fyrri hálfleik og m.a. náð fjögurra marka forskoti, 8:4. Hollendingar náðu ekki að fylgja Frökkum eftir þegar kom fram í síðari hálfleik. Kom þar tvennt til, annarsvegar var hollenska liðið vængbrotið vegna meiðsla leikmanna sökum álags, og hinsvegar þá var franska vörnin frábær í síðari hálfleik. 

Úrslitaleikur Frakka og Rússa hefst klukkan 16.30 á sunnudag. Frakkar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar í handknattleik kvenna. 

mbl.is