Noregur vann stórsigur á Svíþjóð

Þórir Hergeirsson á EM í Frakklandi.
Þórir Hergeirsson á EM í Frakklandi. AFP

Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirsson, lauk EM kvenna í handknattleik á góðum nótum í Frakklandi og burstaði Svíþjóð í leiknum um 5. sætið. 

Noregur skoraði hátt í fjörtíu mörk gegn þeim sænsku og sigraði 38:29. Veronica Kristiansen skoraði 6 mörk fyrir Noreg en alls skoruðu þrettán leikmenn fyrir Noreg í leiknum. 

Anna Lagerquist var markahæst hjá Svíum með 7 mörk. 

mbl.is