Rússar leika til úrslita á EM

Anna Vyakhireva átti magnaðan leik.
Anna Vyakhireva átti magnaðan leik. AFP

Rússland leikur til úrslita um Evrópumeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 28:22-sigur á Rúmeníu í undanúrslitum í dag. Rússar mæta Hollendingum eða heimakonum í Frökkum í úrslitum. 

Rúmenar byrjuðu betur og voru með forystuna framan af. Staðan var 10:7 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður, en Rússar voru sterkari eftir því sem leið á hálfleikinn og komust að lokum yfir. Staðan í hálfleik var 16:15, Rússum í vil. 

Leikurinn var nokkuð jafn framan af í seinni hálfleik en Rússar voru mikið sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér að lokum góðan sigur. Anna Vyakhireva átti magnaðan leik og skoraði 13 mörk fyrir Rússa. Ana Maria Dragut og Crina Elena Pintea skoruðu fjögur mörk hver fyrir Rúmeníu. 

Holland og Frakkland eigast við í síðari undanúrslitaleiknum kl. 20. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert