Valsarar og Keflvíkingar mætast tvívegis

Helena Sverrisdóttir, Val.
Helena Sverrisdóttir, Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og Keflavík mætast á Hlíðarenda bæði í meistaraflokki kvenna og karla í körfuknattleik í dag og í kvöld. Lýkur þá 12. umferð í Dominos-deild kvenna og 10. umferð hjá körlunum. 

Hjá konunum hefst leikur Vals og Keflavíkur klukkan 18 en Keflavík getur náð toppsætinu í deildinni með sigri. Keflavík er með 18 stig eins og Snæfell og KR en Valur er 5. sæti með 10 stig. Væntingavísitalan fór þó verulega upp á dögunum þegar Valur nældi í Helenu Sverrisdóttur. 

Karlaleikurinn hefst klukkan 20:15. Keflavík er í 3. sæti með 14 stig en Valur í 9. - 10. sæti með 6 stig. 

Hjá körlunum er einnig leikur á Ásvöllum í Hafnarfirði þegar Haukar fá Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 19:15. Eins og landslagið er í deildinni núna þá virðast þessi lið vera í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru í 6. - 8. sæti með 8 stig og Þór í 9. - 10. sæti með 6 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert