Guðjón og Alexander skoruðu 13

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur.
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson áttu báðir góðan leik fyrir Rhein-Neckar Löwen í 29:23-heimasigri á Hannover-Burgdorf í efstu deild Þýskalands í handbolta í kvöld. 

Guðjón valur var markahæstur allra með átta mörk og Alexander var næstmarkahæstur í liði Löwen með fimm mörk. Löwen fór upp í 29 stig með sigrinum og er liðið í þriðja sæti, þremur stigum frá toppliði Flensburg. 

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Erlangen til 27:20-heimasigur á Wetzlar. Aðalsteinn og lærisveinar hans eru í 10. sæti deildarinnar með 14 stig.  

mbl.is