FH tók stigin í sveiflukenndum leik

Þorgeir Bjarki Davíðsson sækir að FH-ingum í Framhúsinu í kvöld.
Þorgeir Bjarki Davíðsson sækir að FH-ingum í Framhúsinu í kvöld. mbl.is/Hari

FH vann Fram 25:27 í sveiflukenndum og fjörugum leik í Framhúsinu í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld.

Bæði lið fóru hikstandi í gang og lítið var skorað á upphafsmínútunum en á meðan FH-ingar fundu hægt og rólega taktinn í fyrri hálfleik voru Framarar herfilegir. Þeir köstuðu frá sér boltanum í gríð og erg og gátu þakka Viktori Gísla Hallgrímssyni í markinu fyrir að FH var aðeisn fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8, en hann varði aragrúa af dauðafærum glæsilega.

Eitthvað hefur svo verið sagt við bláklædda í hálfleik því Framarar mættu til leiks eftir hlé tvíefldir. Þeir skoruðu átta af fyrstu 11 mörkum síðari hálfleiks og voru búnir að jafna metin strax á 41. mínútu og stuttu síðar voru þeir tveimur mörkum yfir, 21:19. Eftir það var leikurinn hnífjafn um stund er bæði lið börðust harkalega og fengu reglulega brottvísanir. FH-ingar náðu þó að lokum að slíta sig aftur frá Frömurum til að sækja stigin þrjú.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með sex mörk fyrir FH og honum næstur var Ágúst Birgisson með fimm mörk af línunni. Þá voru þeir Andri Þór Helgason og Andri Heimir Friðriksson báðir með fimm mörk fyrir Fram.

Fram 25:27 FH opna loka
60. mín. Kristófer Fannar Guðmundsson (FH) varði skot Valdimar þrumaði boltanum framan í hann og Kristófer liggur eftir óvígur. Þar fór væntanlega möguleiki Framara endanlega, 40 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert