Grótta skoraði aðeins níu gegn Val

Anton Rúnarsson var markahæstur hjá Val.
Anton Rúnarsson var markahæstur hjá Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn eru einir á toppnum á Olísdeild karla í handbolta eftir ótrúlega auðveldan 21:9-sigur á Gróttu á útivelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 13:4, Val í vil, og var síðari hálfleikur formsatriði fyrir toppliðið. 

Anton Rúnarsson var markahæstur hjá Val með sex mörk, Róbert Aron Hostert skoraði fjögur og þeir Vignir Stefánsson og Stiven Tobar Valencia skoruðu þrjú mörk hvor. Hannes Grimm og Vilhjálmur Geir Hauksson skoruðu tvö mörk fyrir Gróttu. 

Markmenn Vals áttu báðir stórleik. Einar Baldvin Baldvinsson var með 11 skot varin og 73 prósent markvörslu og Daníel Freyr Andrésson varði 10 skot og var með 67 prósent markvörslu. Hreiðar Levý Guðmundsson var besti leikmaður Gróttu með 18 skot varin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert