Vyakhireva valin sú besta á EM

Anna Vjakhireva sækir að vörn Frakka í úrslitaleiknum í gær.
Anna Vjakhireva sækir að vörn Frakka í úrslitaleiknum í gær. AFP

Anna Vjakhireva frá Rússlandi var útnefnd besti leikmaðurinn í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik sem lauk í gær með sigri Frakka.

Hin 23 ára gamla Vjakhireva skoraði 43 mörk í átta leikjum með Rússum sem töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum í París.

Úrvalslið mótsins lítur þannig út:

Markvörður: Amandine Leynaud, Frakklandi
Vinstra horn: Majda Mehmedovic, Svartfjallalandi
Skytta vinstra megin: Noemi Hafra, Ungverjalandi
Miðjumaður: Stine Bredal Oftedal, Noregi
Skytta hægra megin: Alicia Stolle, Þýskalandi
Hægra horn: Carmen Martin, Spáni
Línumaður: Crina Pintea, Rúmeníu
Varnarmaður: Kelly Dulfer, Hollandi
Besti leikmaðurinn: Anna Vjakhireva, Rússlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert