Aron iðinn við að safna titlum

Aron var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar á Spáni um síðustu …
Aron var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar á Spáni um síðustu helgi. Ljósmynd/Twitter-síða Barcelona

Aron Pálmarsson bætti enn einum titlinum í safn sitt um síðustu helgi þegar hann varð spænskur bikarmeistari með Barcelona eins og greint var frá hér á mbl.is.

Aron hefur þar með unnið 21 titil á ferli sínum þrátt fyrir að vera ekki nema 28 ára gamall en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2009 þegar hann yfirgaf FH og gekk í raðir þýska liðsins Kiel.

Titlar Arons:

5 - þýskur meistari með Kiel

3 - þýskur bikarmeistari með Kiel

3 - heimsmeistari félagsliða með Kiel

2 - ungverskur meistari með Veszprém

2 - ungverskur bikarmeistari með Veszprém

2 - Evrópumeistari með Kiel

2 - spænskur deildabikarmeisari með Barcelona

1 - spænskur meistari með Barcelona

1 - spænskur bikarmeistari með Barcelona

Aron hefur í tvígang verið valinn besti leikmaðurinn á „Final Four“-úrslitakeppni Meistaradeildarinnar, hann var valinn nýliði ársins í þýsku 1. deildinni 2010 og var valinn besti leikmaðurinn í úrslitahelginni um spænska bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert