Ekki færri mörk skoruð í leik í efstu deild í 51 ár

Gróttumaðurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson.
Gróttumaðurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalið Gróttu skoraði aðeins níu mörk í leik við Val í 13. umferð Olís-deildar karla í handknattleik á sunnudaginn.

Leita þarf rúm 50 ár aftur í tímann til þess að finna sambærilega slakan árangur hjá liði í efstu deild Íslandsmótsins í handknattleik í karlaflokki.

„Það þarf að fara aftur til 1967 til þess að finna lið sem skoraði ekki nema níu mörk í leik í 1. deild og það voru Ármenningar sem skoruðu níu mörk gegn Fram á Íslandsmótinu,“ sagði Sigmundur Ó. Steinarsson, blaðamaður og tölfræðingur, þegar Morgunblaðið leitaði í smiðju hans í gær. Sigmundur hefur m.a. yfirlit yfir úrslit allra leikja á Íslandsmótinu í handknattleik karla frá upphafi auk einstakrar tölfræði yfir úrslit og markaskorara í öllum landsleikjum Íslands í handknattleik.

Þegar Ármenningar skoruðu níu mörk sín gegn Fram í Laugardalshöll á Íslandsmótinu í 1. deild 1967 voru liðin sex ár frá því að áður hafði lið ekki náð að skora a.m.k. einn tug marka í leik. Gefum Sigmundi orðið á ný.

„Árið 1961 gerðist það að Valur skoraði ekki nema átta mörk í leik við FH, lokatölur 25:8 en staðan í hálfleik var 11:3 fyrir FH. Valsmenn skoruðu ekki sitt fyrsta mark í leiknum fyrr en eftir 23 mínútur og þá við geysilegan fögnuð áhorfenda í Hálogalandi.“

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert