Hnéskelin fór úr lið

Leó Snær Pétursson, að skora fyrir Stjörnuna.
Leó Snær Pétursson, að skora fyrir Stjörnuna. mbl.is/Árni Sæberg

Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson hjá Stjörnunni, í Olís-deild karla, varð fyrir því óláni á dögunum að hnéskelin fór úr lið. Leó bíður eftir niðurstöðum úr myndatöku og í framhaldinu kemur í ljós hvort gerð verður aðgerð eða ekki.

Leó hefur áður orðið fyrir sambærilegum meiðslum en þá var hann leikmaður hjá Malmö í Svíþjóð.

Þótt meiðslin séu alvarlegs eðlis þá getur Leó huggað sig við þá staðreynd að hann fær ágætan tíma til að ná sér. Nú verður gert langt hlé á deildinni vegna HM í Þýskalandi. Hann missti af leiknum gegn ÍBV á sunnudag en næsti deildaleikur Stjörnunnar er ekki fyrr en 2. febrúar. Í leikmannahópi Garðbæinga er Bjarki Már Gunnarsson einnig á sjúkralistanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert