Óvænt farið fram úr vonum

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari kvennaliðs Volda í Noregi.
Halldór Stefán Haraldsson þjálfari kvennaliðs Volda í Noregi. Ljósmynd/Volda

„Gengi okkar hefur verið mjög gott og satt að segja nokkuð óvænt,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari norska B-deildarliðsins Volda, þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóð í gær.

Volda kom upp úr C-deildinni í vor og situr um þessar mundir í þriðja sæti B-deildarinnar með 15 stig að loknum 10 leikjum.

„Markmið okkar fyrir leiktíðina var að ná í 16 stig og vera þar með örugg um að halda sæti okkar í deildinni. Settum markið ekki hærra bili vegna þess að Volda hefur nokkrum sinnum farið upp í B-deildina á undanförnum árum en yfirleitt fallið árið eftir. Ég átti ekki von á að við yrðum í toppbaráttu um mitt keppnistímabilið. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þar sem ég þekkti ekki hver styrkleiki B-deildarinnar væri nákvæmlega,“ sagði Halldór Stefán en þetta er þriðja keppnistímabilið sem hann þjálfar liðið. Sumarið 2016 þegar hann kom til starfa hafði Volda fallið niður úr B-deildinni um vorið.

„Markmiðið er svo að segja í höfn, vantar eitt stig til viðbótar og 12 leikir eftir.“

Sola er með yfirburðalið í deildinni að sögn Halldórs Stefáns enda leikur m.a. með liðinu norska landsliðskonan Camilla Herrem. „Aker og Follo verða síðan í baráttu ásamt okkur um annað og þriðja sætið í deildinni en liðið í öðru sæti fer beint upp ásamt liðinu í efsta sæti og það sem hreppir þriðja sæti fer í umspil við liðið í tíunda sæti úrvalsdeildar.

Það er hinsvegar langt í frá að eitthvað sé í höfn hjá okkur en við erum á fínu róli og eigum í fullu tré við öll lið deildarinnar. Þar af leiðandi er engin ástæða til annars en að við verðum með í toppbaráttunni áfram,“ sagði Halldór Stefán.

Sjá allt viðtalið við Halldór Stefán í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert