United ætlar að ráða Solskjær

Ole Gunnar Solskjær þekkir vel til hjá United.
Ole Gunnar Solskjær þekkir vel til hjá United. AFP

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær verður næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Þetta herma heimildir ESPN. Forráðamenn United eru þegar byrjaðir að ræða við Molde, þar sem Solskjær er við störf. Manchester United rak Jose Mourinho í dag. 

Að sögn ESPN er Mauricio Pochettino enn efstur á óskalista félagsins og er Solskjær ætlað að stýra liðinu út leiktíðina, áður en Pochettino tekur við. United vill ganga frá ráðningu Solskjær á næstu 48 tímum svo hann verði við stjórn er liðið mætir Cardiff á laugardaginn. 

Solskjær kom fyrst til Manchester United árið 1996 sem leikmaður og var mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. Hann þjálfaði svo um tíma varalið félagsins og þekkir hann því afar vel til þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert