Andri Heimir úrskurðaður í leikbann

Andri Heimir Friðriksson í leik með Fram gegn Val í …
Andri Heimir Friðriksson í leik með Fram gegn Val í Olís-deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn leikmaður úr Olís-deild karla í handknattleik var úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar HSÍ í gær.

Andri Heimir Friðriksson leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í bikarleik Fram og Selfoss í síðustu viku. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Andri Heimir hefur nú hlotið tvær útilokanir, annars vegar vegna brots sem fellur undir reglu 8.5 og hins vegar brots sem fellur undir reglu 8.10. Andri tekur út leikbannið í leik gegn KA í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert