„Er bróðir forsetans“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danski handboltaspekingurinn Bent Nyegaard, sem á árum áður þjálfaði karlalið Fram í handbolta, minnir á þá í Twitter-færslu sinni hver er bróðir nýráðsins þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Skjern.

Patrekur Jóhannesson var í morgun ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Skjern og tekur við þjálfun þess í júlí á næsta ári en eins og flestir vita er Patrekur yngri bróðir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

mbl.is