Guðjón annar í kjöri á besta hornamanni heims

Guðjón Valur fagnar marki með Löwen.
Guðjón Valur fagnar marki með Löwen. Ljósmynd/Rhein-Necar Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson hafnaði í öðru sæti í kjöri á besta vinstri hornamanni heims í kjöri sem vefurinn handball-planet stóð fyrir.

Guðjón Valur var einn fjögurra hornamanna sem voru tilefndir sem besti vinstri hornamaður heims. Sérstök dómnefnd, sem skipuð var 24 íþróttafréttamönnum frá 22 löndum, tók þátt í valinu ásamt almenningi.

Guðjón hlaut 32% atkvæðanna, aðeins einu prósenti minna en ungverski landsliðsmaðurinn Manuel Strlek sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi.

Í þriðja sæti varð þýski landsliðsmaðurinn Uew Gensheimer (Paris SG), sem fékk 23% og í fjórða sæti varð rússneski landsliðsmaðurinn Timur Dibirov (Vardar) en hann hlaut 13% atkvæðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert