Markverðir sem skora mörkin

Stephen Nielsen er búinn að skora 5 mörk fyrir ÍR …
Stephen Nielsen er búinn að skora 5 mörk fyrir ÍR í vetur. Hér er hann að kasta frá marki sínu í leik með ÍBV í fyrra. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Markverðir í handknattleik hafa gerst marksæknari með árunum. Ekki eru mörg ár síðan það þótti efni í frétt ef markvörður skoraði í kappleik.

Nú er það orðið svo algengt að áhorfendur kippa sér vart upp við það þótt markvörður skori enda eru flest lið farin að spila án markvarðar í hvert skipti sem þau missa mann af velli í tvær mínútur.

Lausleg niðurstaða af athugun í gagnagrunni Handknattleikssambands Íslands sýnir að markverðir Olís-deildar karla hafa skorað 20 mörk á þessu keppnistímabili í 78 leikjum. ÍR-ingurinn Stephen Nielsen hefur verið umsvifamestur með fimm mörk.

Á síðasta keppnistímabili skoruðu markverðir Olís-deildarinnar 45 mörk í 132 leikjum. Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, sem lék í marki Hauka, var stórtækastur. Hann skoraði 11 mörk, eða hér um bil fjórðung markanna. Alls komust 19 markverður á blað. Næstur Björgvini var hinn ungi markvörður Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, með fimm mörk. Þar á eftir kom Stephen með fjögur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert