Óðinn skoraði fimm í toppslag

Óðinn Þór Ríkharðsson
Óðinn Þór Ríkharðsson Ljósmynd/GOG.dk

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG unnu 27:23-sigur á Vigni Svavarssyni og félögum í Holstebro í dönsku efstu deildinni í handknattleik rétt í þessu.

Það voru gestirnir frá Holstebro sem byrjuðu betur, tóku forystuna snemma og voru 13:12 yfir í hálfleik en eftir hlé sneru heimamenn taflinu við. Óðinn Þór skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í sínu liði á eftir Emil Jakobsen en með sigrinum hirti GOG toppsætið af Álaborg, í það minnsta um sinn.

GOG er með 29 stig en Álaborg er stigi neðar og á leik til góða. Vignir og félagar í Holstebro eru í þriðja sæti með 23 stig og eru aðeins farnir að heltast úr lestinni.

Þá voru Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason  í sigurliði Ribe-Esbjerg sem vann 29:27-sigur á Lemvig. Gunnar Steinn var í þokkabót markahæstur með sjö mörk en Rúnar skoraði tvö. Að lokum töpuðu Ólafur Gústafsson og félagar í Kolding 33:28-gegn Skandeborg en Ólafur kom lítið við sögu, skoraði ekki og fékk eina brottvísun.

mbl.is