Mæta Noregi í Ósló í dag

Ómar Ingi Magnússon að skora gegn Barein á dögunum.
Ómar Ingi Magnússon að skora gegn Barein á dögunum. Haraldur Jónasson/Hari

Karlalandslið Íslands í handknattleik er komið til Noregs þar sem það mætir Norðmönnum í Ósló í dag, í fyrstu umferð alþjóðlega mótsins Gjensidige Cup. Viðureign liðanna hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma en á eftir mætast hin tvö liðin sem taka þátt í mótinu, Holland og Brasilía.

Íslenska liðið mætir Brasilíu í annarri umferð á laugardaginn og Hollandi í lokaumferðinni á sunnudaginn. Liðið kemur heim til Íslands strax um kvöldið en fer til München á miðvikudaginn þar sem það mætir Króatíu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á föstudaginn kemur, 11. janúar.

Norðmenn eru líka á leið á HM, þar sem þeir mæta Túnis í sínum fyrsta leik 11. janúar. Brasilíska liðið er sömuleiðis á förum til Þýskalands og byrjar á leik við Frakka. Hollendingar, undir stjórn Erlings Richardssonar, eru hinsvegar ekki með á HM en þeir töpuðu með fimm marka mun samanlagt fyrir Svíum í umspilinu síðasta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert