„Við viljum bera okkur saman við þá bestu“

Aron Pálmarsson sækir að vörn Barein.
Aron Pálmarsson sækir að vörn Barein. mbl.is/Hari

Aron Pálmarsson verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram undan er í Þýskalandi og Danmörku síðar í þessum mánuði.

Aron fór í fyrsta skipti á stórmót með landsliðinu árið 2010 þegar liðið vann til bronsverðlauna á Evrópumótinu í Austurríki. Síðan þá hefur hann skipað sér á bekk með snjöllustu handknattleiksmönnum heims.

Þegar Aron kom inn í landsliðið varð þar vart þverfótað fyrir þrautreyndum leikmönnum. Eftir kynslóðaskipti síðustu ára er Aron orðinn einn reyndasti maður liðsins þótt ekki sé hann orðinn 29 ára. Morgunblaðið spurði Aron eftir landsleik gegn Barein á dögunum hvernig væri að vera orðinn einn af „gömlu mönnunum“ í landsliðinu.

„Já, maður er víst bara kominn þangað. Það er bara þannig,“ sagði Aron og hló en bætti við: „Ég er kominn með um tíu ára reynslu af því að vera í A-landsliðinu. Ég fíla þetta hlutverk vel. Þetta gerðist frekar snöggt því ég var lengi yngstur og með þeim yngstu en allt í einu er ég kominn á þennan stað. Ég hef gaman af þessu hlutverki og reyni aðeins að kenna ungu gæjunum. Þetta hlutverk er allt öðruvísi, en maður vill vera í landsliðinu og halda sér þar sem lengst,“ sagði Aron.

Sjá allt viðtalið við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert