Fjögurra marka sigur á Brasilíu

Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon verða í eldlínunni í …
Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon verða í eldlínunni í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 33:29-sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum í Gj­ensidige-bik­arn­um í Noregi í dag. Staðan í hálfleik var 17:13, Íslandi í vil.

Brasilíumenn voru yfir rétt í byrjun en Ísland komst yfir í fyrsta skipti á 7. mínútu, 4:3, og tók fyrir vikið völdin. Vörn Íslands gerði Brasilíumönnum erfitt fyrir og misstu þeir boltann oft og tíðum.

Ísland refsaði með mörkum úr hraðaupphlaupum hinum megin og Guðjón Valur Sigurðsson var í essinu sínu. Guðjón skoraði sjö mörk í hálfleiknum og félagi hans í hægra horninu, Arnór Þór Gunnarsson, skoraði fjögur.

Hausverkur Íslands í hálfleiknum var sá hinn sami og í undanförnum leikjum. Ágúst Elí Björgvinsson byrjaði í markinu en hann varði aðeins fimm skot í fyrri hálfleik, þrátt fyrir fínan varnarleik fyrir framan sig.

Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og slakur sóknarleikur kom hvað eftir annað í bakið á íslenska liðinu. Brasilíumenn gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt mark, 20:19. Jafnræðið hélt áfram næstu mínútur og var staðan 23:22 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður. 

Þá þétti íslenska liðið vörnina og skoraði þrjú mörk á skömmum tíma úr hraðaupphlaupi og fjögur mörk í röð og var staðan orðin 27:22, Íslandi í vil þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Brasilíumenn minnkuðu muninn í 30:27, fimm mínútum fyrir leikslok, en nær komust þeir ekki og íslenskur sigur raunin. 

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur. Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot í marki Íslands í síðari hálfleik. 

Brasilía 29:33 Ísland opna loka
60. mín. Fábio Chiuffa (Brasilía) skýtur framhjá Enginn í markinu en Chiuffa hittir ekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert