Hannes látinn fara frá Íslendingaliðinu

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Hannesi Jóni Jónssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara austurríska handknattleiksliðsins West Wien. Félagið greinir frá þessu í kvöld.

Þar segir að vegna endurskipulagningar innan herbúða félagsins hafi verið ákveðið að skipta um þjálfara, en Hannesi er þakkað fyrir framlag hans til félagsins. Tvöföld umferð er spiluð af austurrísku deildinni fyrir áramót, en svo tekur við fimm liða úrslitakeppni. West Wien hafnaði í fjórða sæti deildarinnar, fékk 20 stig úr 18 leikjum og var sjö stigum frá toppliðinu.

Hann­es Jón kom til West Wien sum­arið 2015 og tók við þjálf­un liðsins af Eyja­mann­in­um Erl­ingi Rich­ards­syni. Hann­es Jón lék með West Wien leiktíðina 2015/​16 sam­hliða þjálf­un­inni. Í mars 2017 skrifaði hann undir nýjan samning sem gilti fram á mitt ár 2019.

Þrír Íslendingar eru á mála hjá liðinu, þeir Guðmundur Hólmar Helgason, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Viggó Kristjánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert