Cervar fer með 18 leikmenn á HM

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata.
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata. AFP

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik, fer með 18 leikmenn á HM en Króatar verða fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni.

Hinn gamalreyndi Cervar tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp en undir hans stjórn höfnuðu Króatar í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum og í fimmta sæti á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu fyrir ári.

Ísland og Króatía mætast í München klukkan 17 að íslenskum tíma á föstudaginn.

Leikmannahópur Króatíu:

Markverðir: Marin Sego (Pick Szeged), Ivan Stevanovic (Schaffhausen)

Hægra horn: Zlatko Horvat (PPD Zagreb),  Ivan Vida (Nexe)

Vinstra horn: Manuel Strlek (Veszprem), David Mandic (PPD Zagreb)

Línumenn: Zeljko Musa (Magdeburg), Kresimir Kozina (Goepingen), Marin Sipic (Nexe)

Vinstri skyttur: Domagoj Duvnjak (Kiel) , Halil Jaganjac (Nexe), Damir Bicanic (PPD Zagreb), Ivan Sliskovic (Goepingen), Alen Blazevic (Pick Szeged)

Leikstjórnendur: Luka Cindric (PGE Vive Kielce), Igor Karacic (RK Vardar)

Hægri skyttur: Luka Stepancic (PSG), Jakov Vrankovic (Tatabanya)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert