Tveir toppslagir eftir tveggja mánaða hlé

Díana Dögg Magnúsdóttir, Val, komin í gegnum vörn Eyjakvenna. Liðin …
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val, komin í gegnum vörn Eyjakvenna. Liðin mætast í toppslag í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír leikir eru á dagskrá í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld, en um er að ræða fyrstu leikina í tæpa tvo mánuði eftir að hlé var gert á deildinni vegna Evrópumóts kvenna í desember.

Síðast var leikið í deildinni 18. nóvember. Mikil spenna er í toppbaráttu deildarinnar, en efstu fjögur liðin mætast einmitt innbyrðis í kvöld. Valur og ÍBV eru jöfn með 15 stig í tveimur efstu sætunum og eigast við að Hlíðarenda klukkan 18.30.

Í sætunum á eftir kemur Fram með 13 stig og Haukar með 12 stig, en þau eigast við í Hafnarfirði klukkan 19.30. Botnlið Selfoss heimsækir nýliða KA/Þórs á sama tíma. Norðankonur eru með átta stig í 5. sætinu fyrir leikinn en Selfoss með fjögur stig á botninum.

Leikir kvöldsins:

18.30 Valur – ÍBV
19.30 Haukar – Fram
19.30 KA/Þór – Selfoss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert