Strákarnir fengu góðar kveðjur (myndskeið)

Íslenska landsliðið í handknattleik í Leifsstöð í morgun.
Íslenska landsliðið í handknattleik í Leifsstöð í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik flaug í morgun til München í Þýskalandi þar sem liðið mun spila riðil sinn á heimsmeistaramótinu. Kveðjuathöfn var haldin í Leifsstöð fyrir brottför.

Áður en strákarnir fóru í loftið fengu þeir að sjá kveðjumyndband þar sem fjölskylda og vinir sendu strákunum baráttukveðjur. Einnig stilltu strákarnir sér upp með hinni frægu keilu sem vakti athygli hjá landsliðinu í knattspyrnu fyrir brottför þess á stórmót.

Myndskeiðið, sem eflaust hefur glatt strákana mikið fyrir brottför, má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert