Góður sigur Stjörnunnar í Digranesi

Berglind Þorsteinsdóttir sækir að vörn Stjörnunnar í kvöld.
Berglind Þorsteinsdóttir sækir að vörn Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hari

Stjarnan vann öruggan sigur gegn HK 32:25 í lokaleik 11. umferðar í Olís-deild kvenna í handknattleik í Digranesi í kvöld.

Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13:11 en þegar líða tók á seinni hálfleikinn jókst munurinn og Stjarnan fagnaði sjö marka sigri. Liðin höfðu þar með sætaskipti. Stjarnan er í 6. sæti með 8 stig en HK í 7. sætinu með 7 stig.

Mörk HK: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Elva Arinbjarnar 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Stefanía Theodórsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Dagný Huld Birgisdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1.

mbl.is