Minntust Kolbeins á Heimakletti

Frá Heimakletti í dag.
Frá Heimakletti í dag. Ljósmynd/eyjar.net

Félagar Kolbeins Arons Arnarsonar sem varð bráðkvaddur á aðfangadag héldu síðdegis í dag á Heimaklett. Þar tendruðu þeir kerti til minningar um fallinn félaga. Frá þessu er greint á eyjar.net.

Kolbeinn var markvörður Eyjamanna í handknattleik en hann lék 279 leiki fyrir félagið og er fjórði leikjahæsti leikmaður liðsins. Kol­beinn Aron átti stór­an þátt í því er liðið varð eft­ir­minni­lega Íslands­meist­ari í fyrsta skipti árið 2014 og bikar­meist­ari ári síðar.

mbl.is