Lærisveinar Kristjáns sannfærandi

Kristján Andrésson klappar fyrir sínum mönnum í kvöld.
Kristján Andrésson klappar fyrir sínum mönnum í kvöld. AFP

Sænskir lærisveinar Kristjáns Andréssonar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að vinna Argentínu í öðrum leik sínum í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 31:16, eftir að Svíar voru með 15:10-forskot í hálfleik. 

Jafnræði var með liðunum framan af og staðan var 6:6 þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þá skoruðu Svíar fimm af næstu sex mörkum og náðu forystu sem þeir bættu í út allan leikinn. 

Mattias Zachrisson skoraði sex mörk fyrir Svía og Niclas Ekberg bætti við fimm mörkum. Federico Fernández skoraði sex mörk fyrir Argentínu. 

Svíþjóð vann Egyptaland, 27:24, í fyrsta leik og er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Svíar mæta Angóla á morgun. Argentínumenn eru með eitt stig eftir óvænt jafntefli við Ungverjaland í fyrsta leik. 

Jerry Tollbring skýtur að marki Argentínu í kvöld.
Jerry Tollbring skýtur að marki Argentínu í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert