Haukar sóttu tvö stig til Eyja

Maria Ines Pereira með boltann gegn ÍBV í kvöld. Sunna …
Maria Ines Pereira með boltann gegn ÍBV í kvöld. Sunna Jónsdóttir er til varnar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haukakonur unnu sterkan sigur í Vestmannaeyjum þegar liðið sótti ÍBV heim í Olís-deild kvenna í handknattleik. Leiknum lauk með sex marka sigri 29:23 og voru Haukar 15:10 yfir í hálfleik. Haukakonur eru nú einungis einu stigi frá ÍBV í 4. sæti deildarinnar.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en um miðbik fyrri hálfleiks tóku gestirnir á rás og náðu að koma sér í gott forskot. Forskotið jókst þegar leið á fyrri hálfleik og voru Haukar sex mörkum yfir fyrir síðustu sókn heimakvenna, mark úr þeirri sókn minnkaði muninn í fimm mörk og gaf leikmönnum ÍBV von.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, lék ekkert í fyrri hálfleik en hún hefur verið að glíma við veikindi, hún kom þó inn í markið í síðari hálfleik. Jenný átti mjög góðan leik og stóran þátt í því að ÍBV náði að gera leik úr þessu. Hún réð þó illa við Mariu Pereira sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk.

Eyjakonum tókst að jafna leikinn nokkrum sinnum en aldrei tóku þær forystuna. Skynsemi Hauka sóknarlega skilaði þeim að lokum sigrinum og má alveg segja að lokatölurnar 29:23 gefi rétta mynd af leiknum.

ÍBV 23:29 Haukar opna loka
60. mín. Marta Wawrzynkowska (ÍBV) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert