Það var bara eitt í stöðunni

Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir KA/Þór.
Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir KA/Þór. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

„Ég verð að vera sátt. Það er gott að ná í stig úr því sem komið var. Bæði lið börðust fyrir sigrinum og þetta er fín niðurstaða,“ sagði Katrín Vilhjálmsdóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við mbl.is eftir 21:21-jafntefli við Stjörnuna í Olísdeildinni í handbolta. 

KA/Þór lék alls ekki vel í fyrri hálfleik en spilamennskan í síðari hálfleik var allt önnur. Stjarnan var fimm mörkum yfir í hálfleik. 

„Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur. Við vorum að missa allt of marga bolta og skjóta illa á markmanninn. Það var bara eitt í stöðunni og það var að koma til baka í seinni hálfleik og það gerðum við.

Við náðum að spila betri vörn í seinni hálfleik og við byggjum leikinn okkar á góðri vörn. Við náðum að slípa okkur saman í seinni hálfleik og vera nær hvorri annarri og þá er erfitt að skora á móti okkur,“ sagði Katrín Vilhjálmsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert