Karabatic með Frökkum á morgun

Nikola Karabatic í áhorfendastúkunni í Berlín í gær þegar Frakkar …
Nikola Karabatic í áhorfendastúkunni í Berlín í gær þegar Frakkar og Þjóðverjar gerðu jafntefli á HM. AFP

Nikola Karabatic verður í leikmannahópi heimsmeistara Frakka þegar þeir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handknattleik á morgun.

Karabatic, sem hefur verið talinn einn besti handboltamaður heims um árabil, kemur inn í hópinn í stað fyrirliðans Cédric Sorhaindo sem meiddist í leiknum gegn Þjóðverjum í gær og spilar ekki meira með á mótinu. Reiknað er með að Sorhaindo verði frá keppni í þrjár vikur en hann er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá spænska meistaraliðinu Barcelona.

Kara­batic meidd­ist í októ­ber og var reiknað með að hann yrði frá keppni í fjóra mánuði og myndi missa af HM en bati hans hefur verið skjótari en reiknað var með.

Karabatic hefur fimm sinnum hampað heimsmeistaratitlinum með Frökkum, Evrópumeistaratitlinum þrisvar og þá hefur hann í tvígang orðið ólympíumeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert