Leik ÍBV og Fram frestað

ÍBV og Fram mætast ekki í dag.
ÍBV og Fram mætast ekki í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Leik ÍBV og Fram í Olísdeild kvenna í handbolta hefur verið frestað vegna samgönguerfiðleika, en leikurinn átti að fara fram í Vestmannaeyjum kl. 16 í dag. 

Þess í stað fer hann fram kl. 16 á morgun. Fram er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig og ÍBV í þriðja sæti með 15 stig. 

mbl.is