Var ekkert að hugsa heim

Hannes Jón Jónsson snýr heim til Íslands eftir langa dvöl …
Hannes Jón Jónsson snýr heim til Íslands eftir langa dvöl erlendis sem leikmaður og síðan þjálfari. Ljósmynd/handball-westwien.at

„Það verður nýtt fyrir mig og fjölskylduna að vera að flytja til Íslands. Spurningin var samt alltaf hvenær við færum heim, ekki hvort,“ sagði handknattleiksþjálfarinn Hannes Jón Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hann er á heimleið eftir 14 ár sem leikmaður og þjálfari erlendis eftir að hafa samið við Selfoss til þriggja ára.

Hannes mun þjálfa karlalið félagsins, auk þess sem hann verður framkvæmdastjóri handknattleiksakademíunnar á Selfossi. Hann tekur við af Patreki Jóhannessyni sem hefur samið við danska meistaraliðið Skjern og Hannes er sammála því að hann taki við góðu búi.

Sjá viðtal við Hannes í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert