Helena Rut í Dijon

Helena Rut Örvarsdóttir spilar með Dijon út leiktíðina hið minnsta.
Helena Rut Örvarsdóttir spilar með Dijon út leiktíðina hið minnsta. Ljósmynd/hand.jdadijon.com

Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðskona í handbolta, skrifaði í dag undir samning við franska félagið Dijon. Samningurinn gildir út leiktíðina og er möguleiki á framlengingu um eitt ár. 

Helena kemur til franska félagsins frá Byåsen í Noregi, þar sem hún lék í eitt og hálft ár. Þar á undan var hún í Stjörnunni. 

Helena er 24 ára vinstri skytta. Hún gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Dijon 9. febrúar næstkomandi. Dijon er í tíunda sæti af tólf liðum í efstu deild Frakklands og er liðið búið að vinna tvo leiki, gera tvö jafntefli og tapa ellefu leikjum á tímabilinu.

Íslenska landsliðskonan gæti leikið sinn fyrsta leik 9. febrúar næstkomandi er liðið mætir Bourg De Peage á útivelli, en aðeins eitt stig skilur liðin að og því um mikilvægan leik að ræða. 

mbl.is