Bikardrátturinn í handboltanum

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í liði Selfoss mæta Valsmönnum í átta ...
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í liði Selfoss mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins. mbl.is/Hari

Nú í hádeginu var dregið til átta liða úrslitanna í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum.

Eyjamenn eiga titil að verja í karlaflokki og mótherjar þeirra í átta liða úrslitum verða ÍR-ingar en leikurinn fer fram í Eyjum. 

Liðin tvö úr 1. deildinni sem eftir eru í keppninni, Fjölnir og Þróttur, drógust saman en hinar þrjár viðureignirnar eru á milli liða í Olísdeildinni. Selfoss tekur á móti Val í uppgjöri tveggja af bestu liðunum og Afturelding fær FH í heimsókn.

Í kvennaflokki er Fram ríkjandi meistari en Fram mætir Selfossi á útivelli en Selfyssingar verma botnsætið í Olís-deildinni. FH, eina lið 1. deildar kvenna sem er eftir í keppninni, fékk heimaleik gegn toppliði Olísdeildarinnar, Val.

Drátturinn varð þessi:

Karlar:
Fjölnir - Þróttur
Afturelding - FH
ÍBV - ÍR
Selfoss - Valur

Konur:
FH - Valur
ÍBV - KA/Þór
Haukar - Stjarnan
Selfoss - Fram

Átta liða úrslitin fara fram 18.-20. febrúar en liðin sem komast í undanúrslitin tryggja sér farseðilinn í Laugardalshöllina þar sem leikið verður til úrslita 7.-9. mars.

mbl.is