Það er mikið búið að ganga á

Helena Rut Örvarsdóttir spilar með Dijon út leiktíðina hið minnsta.
Helena Rut Örvarsdóttir spilar með Dijon út leiktíðina hið minnsta. Ljósmynd/hand.jdadijon.com

„Ég var aðeins byrjuð að horfa í kringum mig og hvaða möguleikar væru í stöðunni, en þetta gerðist allt saman frekar fljótt,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir að félagskipti hennar frá Byåsen í Noregi til Dijon í Frakklandi voru gerð opinber.

Helena gekk í raðir Byåsen sumarið 2017 frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni, en hún segir að mikið hafi gengið á hjá félaginu á þessu eina og hálfa ári. Þjálfarinn sem fékk hana til liðsins var rekinn eftir nokkra mánuði, sem hjálpaði ekki til við að aðlagast nýju liði í nýju landi.

„Ég var með þrjá mismunandi þjálfara á einu og hálfu ári og mér fannst ég ekki ná að bæta mig jafnmikið handboltalega og ég hefði viljað. Mér leið samt mjög vel þarna, var búin að koma mér vel fyrir og læra norskuna. En það var erfitt að fá alltaf nýja þjálfara, sem voru misgóðir, og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Það var því ýmislegt í gangi sem gerði það að verkum að ég vildi fara, þótt það hafi ekki verið auðveld ákvörðun,“ sagði Helena.

Hún minnist á að styrktarþjálfunin í Noregi og umgjörðin hafi þó sérstaklega gert sér gott. „Ég hef lært mikið af því og held að ég hafi náð framförum með landsliðinu einmitt út af því.“

Sjá allt viðtalið við Helenu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert