Eitt lið hefur burði til að keppa við efstu fjögur

Geir Sveinsson er tekinn við á Akureyri.
Geir Sveinsson er tekinn við á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Eftir eins og hálfs mánaðar hlé var flautað til leiks á nýjan leik í Olís-deild karla í handknattleik karla á laugardaginn. Skemmst er frá að segja að línur í deildinni skýrðust nokkuð.

Fjögur efstu liðin, Valur, Haukar, Selfoss og FH, unnu sína leiki. Þar með jókst bilið milli þeirra og næstu liða. Fimm stigum munar nú á Aftureldingu sem situr í fimmta sæti og FH í fjórða sæti.

Enn eru átta umferðir eftir af deildarkeppninni og talsvert af stigum enn í pottinum eins og sagt er. Engu að síður held ég að talsvert þurfi að ganga á áður en Valur, Haukar, Selfoss og FH gefa eftir fjögur efstu sætin. Aftureldingarmenn gætu gert atlögu að fjórða sætinu. Önnur lið hafa ekki burði til þess að etja kappi um efstu fjögur sætin.

ÍBV er í sjötta sæti með 13 stig, er sjö stigum á eftir FH í fjórða sæti. Stjarnan, ÍR og KA koma þar á eftir, stigi á eftir ÍBV, og ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa um sæti í úrslitakeppninni. ÍR-ingar og KA-menn sýndu tennurnar í umferðinni meðan daufara var yfir Stjörnumönnum.

Nánar má lesa um úrvalsdeildina og 14. umferðina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er birt úrvalslið umferðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert