FH sterkari en Stjarnan í seinni hálfleik

Egill Magnússon, Stjörnunni, verður í eldlínunni í kvöld.
Egill Magnússon, Stjörnunni, verður í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH hafði betur gegn Stjörnunni 28:20 á útivelli er liðin mættust í 15. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru FH-ingar sterkari í seinni hálfleiknum. 

FH-ingar komust í 2:0 en eftir það var jafnt nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik. FH-ingar voru oftast einu skrefi á undan en Stjarnan komst í tvígang yfir. FH var hins vegar ögn sterkari aðilinn á lokamínútum hálfleiksins og staðan í leikhléi var 11:10.

Jakob Martin Ásgeirsson fékk beint rautt spjald á 21. mínútu fyrir brot á Garðari Benedikt Sigurjónssyni. Garðar brást illa við og veittist að Jakobi áður en Jakob fékk rautt spjald og Garðar brottvísun.

FH byrjaði seinni hálfleikinn vel, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og komst fjórum mörkum yfir, 14:10. FH-ingar héldu áfram að bæta í forskotið þegar líða tók á seinni hálfleik og staðan var 21:14 þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður.

Stjarnan minnkaði muninn aftur niður í fimm mörk, 22:17, en nær komust heimamenn ekki og niðurstaðan verðskuldaður sigur FH-inga. Með sigrinum fóru FH-ingar upp í 22 stig og upp í þriðja sæti en Stjarnan er í sjöunda sæti með 12 stig. 

Stjarnan 20:28 FH opna loka
60. mín. FH tapar boltanum
mbl.is