Kristianstad í átta liða úrslit

Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad í Áskorendabikarnum í …
Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad í Áskorendabikarnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Áskorendabikars kvenna í handknattleik í dag eftir 25:14-sigur gegn Vise í sextán liða úrslitum keppninnar.

Sigur Kristianstad var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17:6, Kristianstad í vil. Fyrri leik liðanna í gær lauk með öruggum tíu marka sigri Kristianstad, 27:17, og sænska liðið er því komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

mbl.is