Magnaður sigur Selfyssinga

Selfoss og ÍBV eigast við í kvöld.
Selfoss og ÍBV eigast við í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur á ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, 30:28, á Selfossi.

Selfoss skoraði síðustu þrjú mörkin í leiknum og höfðu þá ekki verið yfir síðan á 3. mínútu leiksins. ÍBV hafði frumkvæðið lengst af og leiddi 14:16 í leikhléi. Selfyssingar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum með afmælisbarnið Guðjón Baldur Ómarsson funheitan í lokin, og skoruðu sex mörk gegn einu eftir að hafa verið undir, 24:27.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 9/1 mark og Haukur Þrastarson skoraði 5/1. Selfyssingar fengu enga markvörslu í kvöld en Pawel Kiepulski varði 2 skot.

Kári Kristján Kristjánsson og Dagur Arnarsson voru frábærir í liði ÍBV en þeir skoruðu báðir 6 mörk eins og Hákon Daði Styrmisson sem skoraði 6/3.

Selfoss er með 22 stig eins og FH í 3. - 4. sæti og ÍBV í sjötta sæti með 13 stig.

Selfoss 30:28 ÍBV opna loka
60. mín. Síðasta sókn ÍBV rann út í sandinn. Þeir fengu aukakast þegar leiktíminn var liðinn og Dagur reyndi ekki skotið.
mbl.is