Stefán og félagar í 16-liða úrslit

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. Ljósmynd/pickhandball.hu

stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í ungverska meistaraliðinu Pick Szeged halda áfram að gera það gott í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Í gær vann Szeged slóvenska liðið Celje, 29:28, á útivelli.

Stefán Rafn skoraði fjögur mörk fyrir Szeged sem er í öðru sæti riðilsins með 17 stig og virðist eiga sæti í 16-liða úrslitum keppninnar víst. Paris SG er efst með 20 stig. Þýsku meistararnir í Flensburg eru í þriðja sæti með 10 stig eftir tap á útvelli í gær fyrir Zaporozhye frá Úkraínu, 28:26. Ekki hefur verið sami glæsibragurinn yfir leik Flensburg í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu og í þýsku deildinni þar sem liðið hefur leikið 20 leiki og unnið þá alla.

Skjern, lið Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar og Tandra Más Konráðssonar, rekur lestina í B-riðli með sex stig en liðið tapaði í gær á útivelli fyrir Zagreb, 32:29.

Íslendingatríóið í sænska meistaraliðinu Kristianstad mátti þola naumt tap á heimavelli fyrir pólsku meisturunum, Vive Kielce, 34:33, á laugardagskvöld í A-riðli. Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson tvö. Kristianstad er neðst í riðlinum með fimm stig.

Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona þegar liðið tapaði, 29:26, fyrir Vardar í Skopje. Barcelona er efst í A-riðli þrátt fyrir tapið með 18 stig eftir 11 leiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »