Aron aðstoðar Gunnar með Haukana

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Hari

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins og Hauka, er tekinn við starfi aðstoðarþjálfara hjá Haukunum og verður Gunnari Magnússyni til trausts og halds. Vísir greinir frá þessu.

Aron hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Hauka en Maksim Akbachev, sem hefur verið aðstoðarmaður Gunnars, er í flugnámi og hefur því ekki alltaf verið til taks.

„Það var lögð smá pressa á mig að koma á bekkinn og vera með. Mér rann blóðið svolítið til skyldunnar að hjálpa til,“ segir Aron en þetta skref er stigið í fullu samstarfi við aðalþjálfara liðsins, Gunnar Magnússon.

„Gunni er vinur minn og það var hann sem vildi að ég kæmi inn og aðstoðaði ásamt stjórninni. Ég er alls ekkert að fara að taka við liðinu. Ég mæti á æfingar tvisvar í viku og svo í leikina,“ segir Aron í viðtali við Vísi.

Aron er í öðru starfi hjá Haukum sem framkvæmdastjóri íþrótta- og markaðsmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert