Fjölgun í Þýskalandi á ný

Bjarki Már Elísson í leik með Füchse Berlín en hann ...
Bjarki Már Elísson í leik með Füchse Berlín en hann gengur í raðir Lemgo í sumar. Ljósmynd/Füchse Berlín

Útlit er fyrir að íslenskum handknattleiksmönnum fjölgi á nýjan leik í þýsku 1. deildinni frá og með næsta keppnistímabili eftir að þeim hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu sex til sjö árum.

Opinberað var í gær að Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, gengi til liðs við TVB 1898 Stuttgart frá og með 1. júlí eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning.

Þýska 1. deildin hefur oft verið talin sú sterkasta í Evrópu, ekki síst að mati Þjóðverja sjálfra. Að minnsta kosti er leikjaálagið óvíða meira og í gegnum tíðina hafa flestir bestu handknattleiksmenn heims leikið með bestu liðum deildarinnar. Aðeins hefur þó dregið úr áhuga margra þeirra bestu á síðustu árum. Á sama tíma hefur þýska landsliðið styrkst á nýjan leik eftir því sem heimamenn hafa fengið stærri hlutverk hjá félagsliðum deildarinnar.

Sjö í stað fimm

Íslendingar í efstu deild þýska handboltans verða að minnsta kosti sex á næsta keppnistímabili og góðar líkur á að þeir verði a.m.k. sjö. Þeir eru Alexander Petersson hjá RN-Löwen, Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer, Bjarki Már Elísson hjá Lemgo, Elvar Ásgeirsson, Stuttgart, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel og Ragnar Jóhannsson hjá Bergischer. Loks eru góðar líkur á að Oddur Gretarsson og samherjar í Balingen leiki á ný í 1. deild á næsta keppnistímabili. Þeir eru í efsta sæti 2. deildar um þessar mundir og virðast á ágætu skriði. Oddur framlengdi nýverið samning sinn við félagið til tveggja ára.

Á yfirstandandi keppnistímabili eru Íslendingarnir fimm hjá liðum efstu deildar. Guðjón Valur Sigurðsson yfirgefur deildina og gengur til liðs við Paris SG en í staðinn bætast Elvar og Ragnar í hópinn og væntanlega Oddur. Ragnar færir sig til Bergischer HC en hann er nú leikmaður Hüttenberg í 2. deild.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »