Stefán Rafn markahæstur í bikarleik

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. mbl.is/Hari

Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í liði Pick Szeged eru komnir af öryggi áfram í undanúrslit ungversku bikarkeppninnar í handbolta með stórsigri á Mezökövesdi, 36:24. 

Stefán Rafn lét að venju til sín taka en hann var markahæstur í leiknum með sjö mörk. Þar af komu fimm mörk af vítalínunni. 

Pick Szeged náði snemma góðu forskoti, 10:4, og var 17:11 yfir í hálfleik. 

mbl.is