Aron Dagur til Alingsås?

Aron Dagur Pálsson í leik gegn Fram í vetur.
Aron Dagur Pálsson í leik gegn Fram í vetur. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Aron Dagur Pálsson, handknattleiksmaður úr Stjörnunni, er í sigti sænska úrvalsdeildarfélagsins Alingsås sem leitar arftaka Mishels Liaba í stöðu vinstri skyttu.

Aron Dagur mun vera einn af fleirum sem koma til greina í hlutverkið og hefur átt í viðræðum við Alingsås auk þess sem Seltirningurinn hefur úr fleiri kostum að velja. 

Aron Dagur, sem er 22 ára gamall, hefur skorað 70 mörk í 15 leikjum fyrir Stjörnuna í Olís-deildinni í vetur. Hann er uppalinn hjá Gróttu en hefur verið hjá Stjörnunni frá sumrinu 2017.

Alingsås er sem stendur í 7. sæti af 14 liðum í sænsku úrvalsdeildinni, með 32 stig eða aðeins tveimur stigum frá 2. sæti. Þess má geta að Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH, lék með Alingsås tímabilið 2011-2012 en skipti aftur yfir til FH snemma á sínu öðru tímabili í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert