Barcelona jók forskotið á toppnum

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. AFP

Aron Pálmarsson og samherjar hans hjá Barcelona unnu 21:17-útisigur á Bidasoa Irun í 1. deild Spánar í handbolta í kvöld. Með sigrinum jók Barcelona forskot sitt á toppi deildarinnar. 

Barcelona er með 38 stig, þrettán stigum meira en Bidasoa, sem er í öðru sæti. Aron skoraði tvö mörk úr fimm skotum í leiknum. 

Barcelona er með mikla yfirburði í spænska handboltanum og er liðið búið að vinna Spánarmeistaratitilinn á hverju ári síðan 2010. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert