Halldór hættir með FH-inga

Halldór Jóhann Sigfússon.
Halldór Jóhann Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Jóhann Sigfússon hættir störfum sem þjálfari karlaliðs FH í handknattleik að þessu tímabili loknu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir:

Handknattleiksdeild FH vill koma á framfæri þökkum til Halldórs Jóhanns fyrir frábært samstarf síðastliðin fimm ár og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hans að þessu leiktímabili loknu.

Halldór hefur þjálfað lið FH í fimm ár og á þeim tíma hefur Hafnarfjarðarfélagið leikið tvívegis til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, eða undanfarin tvö ár. Áður þjálfaði hann kvennalið Fram sem varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2013.

Mbl.is greindi frá því í janúar að Halldór Jóhann hefði verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs Barein.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert